




Regnboga Rennibraut
Rennibraut er tilvalin viðbót við KateHaa klifurkassann og klifurþríhyrningana. Hún er með tveimur hliðum, einni með klifurvegg til að klifra og einni til að renna. Rennibrautin festist auðveldlega á klifurgrindurnar með öruggri festingu.
Þessi skemmtilega klifur- og rennibraut er auka áskorun fyrir litla klifrara og eykur sjálfstraust og klifurkunnáttu barna.
Hægt er að festa rennibrautina í fimm mismunandi hæðastillingum og hentar því börnum á öllum aldri. Rennibrautin getur borið allt að 50kg og er framleidd úr hágæða endingargóðum efnum.
Fyrir aukið öryggi fylgir öryggisól með öllum stigum!