Skilmálar

 

Velkomin í MiniPlay!
Þessir skilmálar gilda um öll viðskipti við MiniPlay / Vitta ehf., hvort sem þau fara fram í verslun eða í gegnum netverslunina á miniplay.is. Með því að versla hjá okkur samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Upplýsingar um seljanda

Verslunin MiniPlay.is er rekin af Vitta ehf
Kennitala: 4901841559
VSK: 47650
Heimilisfang: Lambaseli 12, 109 Reykjavík
Netfang: miniplay@miniplay.is
Vefsíða: miniplay.is

Verð á vöru og sendingarkostnaður

  • Öll verð á vefnum eru sýnd í íslenskum krónum (ISK) og eru með 24% virðisaukaskatti.
  • Sendingarkostnaður bætist við í lok pöntunar og fer eftir völdum afhendingarmáta.
  • MiniPlay áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara.
  • Ef rangt verð hefur verið skráð vegna prent- eða tæknivillu, áskilur MiniPlay sér rétt til að leiðrétta verðið áður en sala er staðfest.

Greiðsla

  • Hægt er að greiða með kredit- og debetkortum, Netgíró, eða greiðslulausnum sem boðnar eru á vefnum.
  • Greiðsla er skuldfærð við staðfestingu pöntunar.
  • Einnig er hægt að greiða með bankamillifærslu. Ef greitt er með bankamillifærslu eru vörur fráteknar á lager þar til greiðsla berst. Vörur eru fráteknar í 7 daga, með tilliti til frídaga. Ef greiðsla berst ekki innan þess tíma er pöntun aflýst.
  • Við afhendingu í verslun er einnig tekið við greiðslu með reiðufé og kortum.

Afhending vöru

  • Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun, eða samkvæmt samkomulagi.
  • Hægt er að fá vöruna senda heim eða á afhendingarstað með Dropp/Samskip.
  • Af öllum pöntunum sem dreift er af Dropp/Samskip gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp/Samskip um afhendingu vörunnar. MiniPlay.is / Vitta ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
  • Ef vara týnist í dreifingu eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá MiniPlay.is / Vitta ehf. til viðtakanda, er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Upplýsingar viðskiptavina

  • Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar í tengslum við viðskiptin.
  • Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar.
  • Vitta ehf. ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila nema lög krefjist þess eða það sé nauðsynlegt til að afgreiða pöntun (t.d. til flutningsaðila).
  • Við söfnum eingöngu upplýsingum um viðskiptavini okkar til þess að geta veitt þá þjónustu sem beðið er um.

Útsölur og vöruskil

  • Vörur keyptar á útsölu/lagersölu eru endanleg kaup.
  • Þeim vörum er hvorki hægt að skila né skipta, nema ef þær eru gallaðar eða röng vara hefur borist.
  • Við hvetjum því viðskiptavini til að skoða útsöluvörur vel áður en kaup eru staðfest.

Vöruskil og skipti

  • Við veitum 30 daga skilarétt frá kaupdegi gegn framvísun kvittunar sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt.
  • Varan þarf að vera ónotuð, í upprunalegu ástandi og í óskemmdum umbúðum.
  • Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta.
  • Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur, nema þegar um gallaða eða ranga vöru sé að ræða.

Gallaðar vörur

  • Ef vara er gölluð eða þú færð ranga vöru, biðjum við þig að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er á miniplay@miniplay.is.
  • Við bjóðum þá annaðhvort að skipta vörunni út eða endurgreiða kaupverðið.
  • MiniPlay sér um allan sendingarkostnað og aðra tilheyrandi kostnaðarliði þegar um gallaða eða ranga vöru er að ræða.

Inneignarnótur

  • Inneignarnótur eru gefnar út við skil á vöru samkvæmt kvittun.
  • Hægt er að nota inneignarnótur bæði í verslun og netverslun.

Ábendingar

  • Við tökum ávallt vel á móti ábendingum.
  • Hafa má samband við okkur á miniplay@miniplay.is eða í versluninni okkar.
  • Við leitumst við að leysa öll mál fljótt og faglega.

Aðrar spurningar

Ef þú hefur einhverjar spurningar um pöntun, skil eða þjónustu, ekki hika við að hafa samband:
📧 miniplay@miniplay.is
📞 5197711
🏠 MiniPlay, Tónahvarf 10, 203 Kópavogur