Staflturn - Blár
Staflturn með sex hringjum sem hægt er að stafla á mismunandi vegu. Þegar hringirnir eru komnir á er hægt að bæta við skel ofan á turninn.
Þegar börn leika sér með staflturninn örvar það skilningarvit þeirra og ímyndunarafl til að uppgötva, finna, horfa og þekkja. Börn læra að einbeita sér og samhæfing augna og handa æfist. Fyrir utan hvað þeim finnst gaman að æfa sig að raða hringjunum aftur og aftur.
Viðurinn er gegnheill og vandaður. Hentar börnum frá 12 mánaða aldri. Ef barnið er enn of lítið til að leika með turninn þá er hann fullkomið skraut fyrir barnaherbergið.
Viltu bæta við: