Svefnpokar

Stórir draumar síðan 1973

Síðan 1973 hefur Jollein hannað svefnpoka fyrir börn með öryggi og þægindi í forgangi. Svefnpokarnir frá Jollein eru gerðir úr dásamlega mjúku efni sem andar vel og lætur börnum líða einstaklega vel allan ársins hring. 

Svefnpoki - Animals Nougat - miniplay.is
Svefnpoki Nýbura - Ajour Nougat - miniplay.is

Hvaða stærð af svefnpoka þarf barnið? 

Svefnpokarnir frá Jollein koma í fjórum lengdum; 60cm, 70cm, 90cm og 110cm. Til að ákvarða rétta lengd fyrir barnið er best að mæla lengd barnsins frá öxlum til fóta. Bættu svo 15cm við þessa mælingu til að fá heildarlengd svefnpokans. Veldu þann svefnpoka sem kemst næst þessari lengd. 

Þegar barnið er í svefnpokanum ætti efri hlutinn að lokast vel. Þegar svefnpokinn er lokaður er ekki hægt að taka hann af yfir höfuð og ekki er hægt að ýta handleggjum aftur í gegnum ermarnar. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja að svefnpokinn haldist rétt á og engin köfnunarhætta sé til staðar. 

  • Svefnpoki fyrir nýbura er 60cm langur og hentar börnum frá 0 til 3 mánaða. 
  • 70cm svefnpokinn hentar börnum á aldrinum 3 til 6 mánaða.
  • 90cm svefnpokinn hentar börnum á aldrinum 6 til 18 mánaða.
  • 110cm svefnpokinn hentar börnum frá 18 mánaða og þar til þau þurfa ekki lengur svefnpoka. 

Þessar stærðir eru að sjálfsögðu bara viðmið og mikilvægt er að mæla barnið til að finna rétta stærð. Mynd til hliðar útskýrir betur stærðirnar. 

Svefnpoki Nýbura - Ajour Nougat - miniplay.is