Vöruskil og endurgreiðslur

Við hjá MiniPlay leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með kaup sín. Ef vara uppfyllir ekki væntingar þínar, bjóðum við upp á einfalt og sanngjarnt ferli fyrir skil, skipti og endurgreiðslur.

Skilaréttur

  • Við veitum 30 daga skilarétt frá kaupdegi gegn framvísun kvittunar sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt.
  • Varan þarf að vera ónotuð, í upprunalegu ástandi og í óskemmdum umbúðum.
  • Skil gilda ekki um vörur sem eru á útsölu, nema ef um galla sé að ræða.

Vörur á útsölu/lagersölu

  • Vörur keyptar á útsölu/lagersölu eru endanleg kaup.
  • Þeim vörum er hvorki hægt að skila né skipta, nema ef þær eru gallaðar eða röng vara hefur borist.
  • Við hvetjum því viðskiptavini til að skoða útsöluvörur vel áður en kaup eru staðfest.

Endurgreiðslur og inneign

  • Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta.
  • Hægt er að nota inneignarnótu bæði í verslun og netverslun.
  • Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur, nema þegar um gallaða eða ranga vöru er að ræða.

Gallaðar eða rangar vörur

  • Ef vara er gölluð eða þú færð ranga vöru, biðjum við þig að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er á miniplay@miniplay.is.
  • Við bjóðum þá annaðhvort að skipta vörunni út eða endurgreiða kaupverðið.
  • MiniPlay sér um allan sendingarkostnað og aðra tilheyrandi kostnaðarliði þegar um gallaða eða ranga vöru er að ræða.

Skil á netpöntunum

  • Viðskiptavinur ber ábyrgð á sendingarkostnaði vegna skilasendingar, nema þegar um gallaða eða ranga vöru er að ræða.
  • Þegar varan hefur borist okkur og verið samþykkt til endurgreiðslu eða inneignar, verður ferlið lokið innan 5–10 virkra daga.