Pikler Klifurþríhyrningur (þrír litir)
Pikler klifurþríhyrningurinn frá KateHaa gerir börnum kleift að klifra, standa upp, uppgötva og sigra á eigin spýtur. Við trúum því að það sé mikilvægt að bjóða börnum upp á að hreyfa sig náttúrulega eftir eigin getu og klifurgrindin hjálpar einnig til við að auka hreyfifærni þar sem hver stigi fyrir sig er nýtt afrek fyrir börnin.
Piklerinn er einstaklega skemmtilegt leikfang sem býður upp á endalausa möguleika fyrir opinn leik. Með teppi verður hann tjald og rólegur staður, með því að bæta við leikföngum verður hann spennandi leikrými. Einnig er hægt að bæta við klifur- og rennibraut og þá ertu kominn með frábæran leikvöll heima í stofu.
Hægt er að leggja piklerinn saman sem auðveldar geymslu.
Ath. Rennibraut og stigi fylgja ekki með og er selt sér.
Viltu bæta við: