Pikler + rennibraut (þrír litir)
Pikler klifurþríhyrningurinn frá KateHaa gerir börnum kleift að klifra, standa upp, uppgötva og sigra á eigin spýtur. Við trúum því að það sé mikilvægt að bjóða börnum upp á að hreyfa sig náttúrulega eftir eigin getu og klifurgrindin hjálpar einnig til við að auka hreyfifærni þar sem hver stigi fyrir sig er nýtt afrek fyrir börnin.
Piklerinn er einstaklega skemmtilegt leikfang sem býður upp á endalausa möguleika fyrir opinn leik. Með teppi verður hann tjald og rólegur staður, með því að bæta við leikföngum verður hann spennandi leikrými.
Hægt er að leggja piklerinn saman sem auðveldar geymslu.
Rennibraut er tilvalin viðbót við KateHaa klifurkassann og klifurþríhyrningana. Hún er með tveimur hliðum, einni með klifurvegg til að klifra og einni til að renna. Rennibrautin festist auðveldlega á klifurgrindurnar með öruggri festingu.
Þessi skemmtilega klifur- og rennibraut er auka áskorun fyrir litla klifrara og eykur sjálfstraust og klifurkunnáttu barna.
Hægt er að festa rennibrautina í fimm mismunandi hæðastillingum og hentar því börnum á öllum aldri. Rennibrautin getur borið allt að 50kg og er framleidd úr hágæða endingargóðum efnum.
Fyrir aukið öryggi fylgir öryggisól með öllum rennibrautum og stigum!
Viltu bæta við: