Svefnpoki - Twinkling - Wild Rose

6.320 kr Sale Save
Size 60cm

Góður nætursvefn er nauðsynlegur fyrir þroska barna og auðvitað fyrir mömmur og pabba líka. Síðan 1973 hefur Jollein hannað svefnpoka fyrir börn með öryggi og þægindi í forgangi.

Svefnpokarnir frá Jollein eru gerðir úr dásamlega mjúku efni sem andar vel og lætur börnum líða einstaklega vel allan ársins hring. Allir svefnpokarnir eru með öruggum rennilás þannig að auðvelt er að setja barnið í og taka það úr pokanum. Sama hvort það sé sumar eða vetur mun svefnpokinn hjálpa barninu þínu að sofa betur.

Auðvelt er að taka ermarnar af svefnpokanum. Með því að taka ermarnar af breytist TOG gildi pokans úr 3.0 fyrir kalda vetrardaga yfir í 2.0 fyrir hlýrri árstíma. Lestu meira um TOG gildi fyrir neðan.

Svefnpokarnir koma í fallegum mynstrum og í stærðum 60, 70, 90 og 110cm.

Thermal Overall Grade (TOG gildi) 

Besta leiðin til að fá barn til að sofa öruggt og við réttan hita er að athuga sjálf hitastigið og nota eigin skynsemi. Mikilvægt er að fylgjast alltaf vel með barninu og athuga hitastig barnsins sérstaklega þegar verið er að prófa sig áfram með svefnpoka.

Það er líka hægt að nota tól sem kallast TOG gildi en það er kerfi sem er notað til þess að finna út einangrunargetu rúmfata. TOG stendur fyrir Thermal Overall Grade og gefur til kynna hversu mikill líkamshiti helst í svefnpokum, sængum, fatnaði og fleira. Því kaldara sem umhverfið er því hærra getur TOG gildið verið og öfugt, því hlýrra sem umhverfið er því minna er TOG gildið.

Notaðu töfluna á mynd hér til hliðar til að sjá betur hvernig TOG gildið virkar.

Hvenær getur barn byrjað að sofa í svefnpoka?

Börn geta sofið í svefnpoka alveg frá fæðingu og er svefnpoki örugg leið til að fá börn til að sofa vel. Þar sem svefnpokinn er með ermum og liggur þétt að efri hluta líkamans rennur hann ekki upp eða snýst við. Svefnpokinn liggur alltaf þétt að barninu og veitir því öryggi og því verður ekki kalt.

Hvaða stærð af svefnpoka þarf barnið? 

Svefnpokarnir frá Jollein koma í fjórum lengdum; 60cm, 70cm, 90cm og 110cm. Til að ákvarða rétta lengd fyrir barnið er best að mæla lengd barnsins frá öxlum til fóta. Bættu svo 15cm við þessa mælingu til að fá heildarlengd svefnpokans. Veldu þann svefnpoka sem kemst næst þessari lengd.

Þegar barnið er í svefnpokanum ætti efri hlutinn að lokast vel. Þegar svefnpokinn er lokaður er ekki hægt að taka hann af yfir höfuð og ekki er hægt að ýta handleggjum aftur í gegnum ermarnar. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja að svefnpokinn haldist rétt á og engin köfnunarhætta sé til staðar.

  • Svefnpoki fyrir nýbura er 60cm langur og hentar börnum frá 0 til 3 mánaða.
  • 70cm svefnpokinn hentar börnum á aldrinum 3 til 6 mánaða.
  • 90cm svefnpokinn hentar börnum á aldrinum 6 til 18 mánaða.
  • 110cm svefnpokinn hentar börnum frá 18 mánaða og þar til þau þurfa ekki lengur svefnpoka.

Þessar stærðir eru að sjálfsögðu bara viðmið og mikilvægt er að mæla barnið til að finna rétta stærð. Mynd til hliðar útskýrir betur stærðirnar.

Viltu bæta við:

 

- TOG value: 3.0 for cold winter days to a 2.0 for chilly nights in spring and autumn.
- Washing: Can be washed at 40°C
- Material: 100% Cotton