XXL Natural Klifurbogi

41.900 kr Sale Save

KateHaa klifurboginn er innblásinn af börnum og sameinar fagurfræðilega hönnun og virkni. Klifurboginn ýtir undir spennandi, hugmyndaríkan og glaðværan leik sem hjálpar börnum að þróa margvíslega færni og gefur takmarkalausari orku og sköpunargáfu barnsins lausan tauminn á öruggan hátt. 

Hægt er að nota klifurbogann á fjölbreyttan hátt og möguleikarnir eru endalausir fyrir ímyndunarafl barna. Hægt er að nota hann til að rugga, sem vegasalt, vöggu, búðarstand, klifurgrind og svo margt fleira. Hægt er að setja hann á hliðina og þá breytist hann í verslun. Börnin geta notað hann eins langt og ímyndunaraflið leyfir. 

KateHaa klifurboginn er glæsilega hannaður með hliðarhandföngum meðfram hliðum og stálhandföngum á endunum til að tryggja öruggan leik. Rimlarnir veita öruggt og traust yfirborð og koma í veg fyrir að fótur festist og sérhönnuð hliðarhandföng meðfram hliðum verja litla fingur frá því að klemmast undir klifurboganum. Stálhandföng á endunum veita og örva enn meiri fjölbreytni af ruggu- og leikmöguleikum.

Hönnun klifurbogans sýnir nákvæmni í hverju smáatriði. Stærð og lögun hans hefur verið vandlega og nákvæmlega útreiknað svo ruggið verði sem eðlilegast og mildast. Hann inniheldur einnig þrjá rugg stoppara til að koma í veg fyrir of mikla hreyfingu. 

Ath. Rennibraut og stigi fylgja ekki með og er selt sér.

Viltu bæta við:

 

- Ráðlagður aldur: 0+
- Þyngdartakmark 50 kg/ 110 lb, hefur verið prófað fyrir 130 kg/ 286 lb
- Efni: Premium birki krossviður (15 mm) FSC vottaður
- Hágæða vatnsbundið lakk og málning
- Hannað til notkunar innanhúss en hægt að nota utandyra með varúð
- CE vottað samkvæmt Toy Safety Directive 2009/48/EB
- Framleitt í Evrópu
- L 109 x B 60 x H 60 cm (L 42,9 x B 23,6 x H 23,6 in)
- Ath. Rennibraut og stigi fylgja ekki með og er selt sér.